Sýningargerð og varðveisla safngripa
Venjulegt verð 4.490 kr
Bókin er ætluð starfsfólki safna, sýningarhöfundum, sýningarstjórum, hönnuðum, forvörðum, arkitektum, ljósameisturum, listamönnum, leikhúsfólki og háskólanemum í þessum fögum. Hún gagnast safnmönnum sem vilja sýna safngripi á ábyrgan hátt og draga úr hættu á að þeir verði fyrir varanlegum skemmdum. Henni er einnig ætlað að leiða fagfólk og sérfræðinga af öðrum sviðum sem taka þátt í verkefnum safna inn í heim safnastarfs og varðveislu safnkosts.
Í fyrri hluta bókarinnar er farið yfir atriði sem geta haft áhrif á varðveislu safnkosts í undirbúningsferli sýninga. Síðari hluti bókarinnar er í formi myndaalbúms þar sem áhersla er lögð á uppsetningu gripa með athugasemdum og tillögum.
Styrkt af Safnasjóði og ICOM Alþjóðaráð safna-Íslandsdeild og Rannsóknasetur í Safnafræðum Háskóla Íslands með stuðningi FÍSOS Félag íslenskra safna og safnmanna og NKF-ÍS Félag norrænna forvarða-Ísland
Nathalie Jacqueminet er safnafræðingur og forvörður að mennt. Hún hefur starfað um árabil sem varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands og á Listasafni Íslands og býr yfir víðtækri þekkingu á safnastarfi sem liggur til grundvallar að þessari handbók.