Svartur litur í prentun
Þegar prenta á svartan lit verður að hafa í huga að til eru margar gerðir af svörtum lit. (sjá mynd hér að ofan)
Til að ná fallegum svörtum lit í prentun verður oft að blanda hann með öðrum litum. Hafa ber þó í huga að texti á alltaf að vera með óblandaðan svartan lit.
Hér eru nokkar uppskriftir af svörtum lit:
CMYK gildi |
|
Venjulegur svartur | 0, 0, 0, 100 |
Algengur prentsmiðjusvartur | 25,15,1,100 |
Hlýr svartur | 0, 60,30,100 |
Kaldur svartur | 60,0,0,100 |
Hönnuða (Designer) svartur | 70,50,30,100 |