Sími: 588 1162 | verk@haskolaprent.is | Mán - Fös: 9-17

Þyngd pappírs

Þyngd pappírs er sennilega það hugtak sem flestir kannast við.  Flestir hafa heyrt minnst á 150g eða 80g pappír o.s.frv.

Þegar talað er um þyngd pappírs er í raun átt við þyngd arkar sem er einn fermetri að flatarmáli.  Þegar sagt er að pappír sé t.d.150g þýðir það í raun að örk af pappírnum sem er metri á hvern kant vegur 150g.

Þyngd pappírs segir ýmislegt um eiginleika hans.  Þungur pappír yfirleitt er þykkari en léttur og því einnig vanalega minna gagnsær.  Þyngdin segir hinsvegar ekki endilega til um styrkleika pappírsins.Þannig er t.d 100g óhúðaður pappír sterkari en 100g húðaður pappír, þar sem húðunarefnin auka þyngd pappírsins en ekki styrk hans.


Hér má sjá algenga þyngd nokkura pappírstegunda:

  • Ljósritunarpappír 80 G/m²

  • Algengur bókapappír 100-130 G/m²

  • Algengur pappír í bæklinga 130-170 G/m²

  • Nafnpjalda og kápupappír 250-350 G/m²