UM HÁSKÓLAPRENT
Um okkur
Háskólaprent er einkarekið fyrirtæki staðsett nálægt Háskóla Íslands .
Háskólaprent ehf hefur sérhæft sig í að þjónusta skólafólk, ásamt því að sinna allri almennri prentun fyrir almenning.
Háskólaprent er svansvottuð prentsmiðja. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, sem hefur skapað sér fótfestu hér á landi og er þekkt meðal neytenda.
Háskólaprent gefur út greinasöfn og frumsamdar kennslubækur fyrir námskeið, vinnur lokaritgerðir fyrir nema, auk þess að vinna við ótalinn fjölda smærri verka fyrir nemendur, kennara og stofnanir. Má þar nefna bæklinga, ritgerðir, bækur, OCR skönnun og fleira. Háskólaprent gefur einnig út fjölda bóka jafnt í litlum sem stórum upplögum.
Háskólaprent er staðsett á Fálkagötu 2 á horninu á Fálkagötu og Suðurgötu.
Firmaupplýsingar
Háskólaprent ehf.
Fálkagata 2
107 Reykjavík
Kt: 530117-1380
Vsk: 127107
SWIFT (BIC) NBIIISRE