39
Venjulegt verð 3.490 kr
Höfundarnir Sigurþór Stefánsson og Erlendur Jónsson eru áhugasagnfræðingar.
Mottóið var og er að ef það er til eitt sönnunargagn er það ekki kenning heldur möguleiki.
Rannsókn og greining á þessum málum hefur farið fram svo gott sem á götunni en stuðst eingöngu við ritaðar heimildir, að mestu við málsgögnin sjálf en líka við dagblöð þess tíma til að fanga pólitíkina, auk ýmissa bóka tengdum málunum.
Inngangur sem nær nokkuð langt aftur fyrir stríðsárin og þáttur W. S. Stephenson er til að sýna hvernig sjálfstætt „tæki“ var til staðar til að framkvæma þessi mál án tálmunar eða sýnilegrar andstöðu við misnotkunina sem átti sér í stað fyrir allra augum.
Staðan nú er sú að dómstólar hafa viðurkennt vanmátt sinn í máli 214/78. Hins vegar er enn opið í gegnum Alþingi áður en biðlað yrði til erlendra dómstóla ef við getum ekki gyrt upp um okkur sjálf. Alþingi segir dómstólum ekki fyrir verkum, heldur hannar lög fyrir dómstólana til að fylgja eftir. Almenningur býr til lög í landinu og eyðir ólögum að hverju sinni eftir þörfum.
Rannsóknarnefnd Alþingis (RA) á svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum má ekki vera eingöngu skipuð lögmönnum, þar sem „rannsókn“ málanna er meiri sagnfræði en lögfræði. Í staðinn fyrir t.d. þrjá lögfræðinga mætti hugsa sér tvo sagnfræðinga, einn siðfræðing til að koma að hugsanlegu alvarlegu siðrofi í okkar samfélagi þ.e.a.s. ábyrgð á hvörfum tveggja manna og vissulega að misnotkun þeirra. Þriðji stóll gæti verið gagnrýnin á hugmynd RA, fjórði gæti talað fyrir málinu og fimmti stóll úr þjóðskrá til að tryggja almennt vit eða bara fimm til sjö úr þjóðskrá.
Með því að smætta málin á sínum tíma í nafngiftinni Guðmundar- og Geirfinnsmál og leyna t.d. pólitískum tilgangi þeirra, tryggðu gerendur að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni yrði ekki gleymt í uppgjörinu sem þarf frumleika, heiðarleika og hugrekki.