SKILMÁLAR
ALMENNIR SKILMÁLAR.
- Almennt samþykki viðskiptavinar á þessum skilmálum er forsenda fyrir viðskiptunum.
- Skilmálar þessir geta tekið breytingum og er því nauðsynlegt að samþykkja þá í hvert skipti sem viðskipti eiga sér stað
- Heimasíða Háskólaprents er höfundaréttarvarin og er óleyfilegt að afrita gagnagrunn og prentun hennar í heild eða að hluta án leyfis og samþykkis Háskólaprent
ÁBYRGÐ OG SKYLDUR KAUPANDA
- Kaupandi þjónustunnar ber sjálfur alla ábyrgð á uppsetningu og frágangi til prentunar
- Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á gæðum og upplausn mynda og gerir sér grein fyrir að skjámyndir á tölvu hans geta verið annað en útprentun úr stafrænum prentara. Kaupandinn samþykkir að hann ber sjálfur ábyrgð á gæðum þess myndefnis sem hann sendir inn til prentunar
- Kaupandi þjónustunnar ber sjálfur alla ábyrgð á að afla leyfa fyrir notkun mynda og texta sem njóta höfundaréttar
- Kaupandi þjónustunnar ber sjálfur alla ábyrgð á notkun mynda og texta sem brotið geta í bága við lög um persónuvernd og friðhelgi einkalífs
- Kaupandi þjónustunnar ber skaðabótaábyrgð gagnvart Haskolaprent.is vegna málaferla sem þriðji aðili getur höfðað gegn Háskólaprent, vegna prentverka sem kaupandinn biður um prentun á
ÁBYRGÐ OG SKYLDUR HÁSKÓLAPRENT
- Háskólaprent getur hafnað verkbeiðnum hafi kaupandi ekki uppfyllt skilmála að mati starfsmanna Haskolaprent.is
- Hafni Háskólaprent verkbeiðni mun viðskiptavinurinn fá endurgreitt það sem hann hefur þegar greitt vegna verkefnisins, að frádregnum mögulegum kostnaði vegna umbeðinnar umbrotsvinnu
- Háskólaprent tilkynnir alltaf til lögreglu, vakni grunur um að efni sem beðið er um prentun á, brjóti í bága við almenn hegningarlög
- Við prentun getur komið upp frávik í litgreiningu og myndgæðum mynda, sem notaðar eru í prentverkið. Háskólaprent ber ekki ábyrgð á prentgæðum sem rekja má til lélegra gæða myndefnis sem kaupandi sendir inn til prentunar
- Háskólaprent endurgreiðir ekki sérframleiddar pantanir sem þegar hafa verið staðfestar og sendar inn til prentunar
- Hægt er að hætta við vörukaup allt af 14 dögum eftir kaup, ef vara er ekki komin í hendur notanda
- Háskólaprent gefur út reikninga fyrir viðskiptum skv. lögum um lausafjárkaup
- Allar vörur eru sendar með Íslandspósti eigi síðar en 5 dögum eftir kaup
TRÚNAÐUR
- Háskólaprents heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar upplýsingar sem kaupandi veitir nema ef grunur vaknar um brot á hegningarlögum sbr. hér að ofan.
LÖG OG VARNARÞING
- Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.