Betri fjármál
Venjulegt verð 3.900 kr
Fjárhagsvandi hefur ekki aðeins efnahagsleg áhrif heldur einnig tilfinningaleg og hugarfarsleg áhrif. Langtíma fjárhagsvandi og tekjuskortur getur leitt til þess að einstaklingar bregðast við aðstæðum með breytingum á hegðun sinni og venjum, til dæmis með því að draga saman í útgjöldum. Slíkt getur valdið skorti og ef slíkur skortur varir í langan tíma getur það leitt til vanlíðunar, dregið úr viljastyrk einstaklinga og valdið þeim miklum vandræðum.